Viðburðir

Partý Karíókí

??Partý karíókí á miðvikudögum??

Diskó dívan og gleðibomban Þórunn Antonía stjórnar partý karíókí í kjallaranum á miðvikudagskvöldum – ásamt heitasta Dj landsins DJ Dóru Júlíu!!
Þær sameina ást sína á tónlist, gleði og almennu glensi.
Allir sem syngja frá tryllta vinningar og skemmtilega lukkupakka.

Sjáumst á miðvikudaginn kl. 21 !

 

Bjór&matur – námskeið

Eftir áramót höldum við áfram að bjóða upp á skemmtilegu námskeiðin í bjór og matar pörun á Sæta Svíninu.
Námskeiðin eru tilvalin fyrir bæði einstaklinga og vina- eða starfsmannahópa og er alveg frábær jólagjöf.

Við smökkum 11 tegundir af sérvöldum bjór með 11 mismunandi smáréttum og
farið yfir galdurinn að para saman bjór og mat.

bjor-3Um námskeiðin sér sælkerinn og bjórgúrúinn Sveinn Waage. Sveinn hefur kennt við Bjórskólann frá stofnun hans 2009 og er einlægur áhugamaður um pörun á mat og bjór enda eru að hans sögn, „möguleikarnir óendanlegir, útkoman oft óvænt og frábær.“

Hann mun leiða námskeiðið með sína alkunnu glettni og gleði í forgrunni.

Þetta verður ekki bara ljúffengt og spennandi, heldur líka skemmtilegt.

Meðal rétta sem verða smakkaðir verða:

 

OFNBAKAÐUR HUMAR með hvítlaukssmjöri

FLATKÖKUR MEISTARANS léttgrafin bleikja með rjómaosti

HROSSA “CARPACCIO”með döðlum, rucola-mayo og parmesan

BEIKONVAFÐAR DÖÐLUR með chili-hunangssósu

GRILLAÐUR BORGARI, úr sérvaldri rumbsteik með bjór “brioche“ brauði

RIB EYE STEIK„dry aged” í 30 daga með bearnaise froðu

SÚKKULAÐIKAKA “NEMISIS” bökuð á 90°C

 

Námskeiðin verða haldin á fimmtudögum, á dagsetningunum hér fyrir neðan, klukkan 16.00 í c.a. tvo og hálfan tíma.
Miðað er við að á hverju námskeiði séu í kringum 18-22 þátttakendur.

Námskeiðið kostar 6.990 kr. á mann.

Dagsetningar:

Dagsetningar:

04. janúar
18. janúar

01. febrúar
15. febrúar

01. mars
15. mars
29. mars

12. apríl
26. apríl

10. maí
24. maí

 

Skráning og miðasala fer fram á midi.is á meðfylgjandi link: https://midi.is/atburdir/1/10076/Bjor_og_matur_namskeid_a_Sata_Svininu

Ef þú hefur spurningar eða vilt athuga með gjafabref endilega sendu okkur línu á saetasvinid@saetasvinid.is eða hringdu í
síma 555-2900.

Partý Bingó með Siggu Kling

 

siggakling_sept2016_fb_cover

Sunnudagskvöldin eru orðin skemmtilegustu kvöld vikunnar !

Kíktu í Partý Bingó með drottningunni Siggu Kling í Kjallaranum á sunnudögum kl. 21.

Svínslega skemmtilegt og veglegir vinningar í boði.

Ekki klikka á þessu…

 

Happy hour !

Drykkir&smáréttir

Það er svínslega skemmtilegur happy hour hjá okkur alla daga milli 15 og 18.
Léttvín í glösum, öl á krana og kokteilar á HÁLFVIRÐI !

Í boði eru líka smáréttir á sérstöku happy hour verði til að narta með drykkjunum.

KJÚKLINGAVÆNGIR 990 kr.
með gráðaostasósu

“DIRTY” FRANSKAR 1.090 kr.
með  “pulled” lambi og ostasósu

Kíktu við í skemmtilegasta happy hour bæjarins !