Námskeið

 

Í haust höldum við  áfram að bjóða upp á skemmtilegu námskeiðin í bjór og matarpörun.
Námskeiðin eru tilvalin fyrir bæði einstaklinga og vina- eða starfsmannahópa.

Við smökkum 11 tegundir af sérvöldum bjór með 11 mismunandi smáréttum og
farið yfir galdurinn að para saman bjór og mat.

Um námskeiðin sér sælkerinn og bjórgúrúinn Sveinn Waage.
Sveinn hefur kennt við Bjórskólann frá stofnun hans 2009 og er einlægur áhugamaður
um pörun á mat og bjór enda eru að hans sögn, „möguleikarnir óendanlegir, útkoman oft óvænt og frábær.“

Hann mun leiða námskeiðið með sína alkunnu glettni og gleði í forgrunni.

Þetta verður ekki bara ljúffengt og spennandi, heldur líka skemmtilegt.

 

Meðal rétta sem við smökkum:

RISARÆKJA með hvítlaukssmjöri, humar-mayo og maís-chilisalsa

FLATKÖKUR MEISTARANS léttgrafin bleikja með rjómaosti

NAUTACARPACCIO með döðlum, rucola-mayo og parmesan

BEIKONVAFÐAR DÖÐLUR með chili-hunangssósu

BABY BACK SVÍNARIF með bjór-BBQsósu

RIB EYE STEIK „dry aged” í 30 daga með bearnaisefroðu

SÚKKULAÐIKAKA „NEMISIS“ bökuð á 90°C

 

Námskeiðin er haldið á fimmtudögum, á dagsetningunum hér fyrir neðan, klukkan 16.00 í c.a. tvo og hálfan tíma.
Miðað er við að á hverju námskeiði séu í kringum 18-22 þátttakendur. Aldurstakmark er 20 ár.

Námskeiðið kostar 7.900 kr. á mann.

 

Dagsetningar:

26. ágúst
09. september
23. september

07. október
21. október

04. nóvember
18. nóvember

02. desember

Skráning og miðasala fer fram á tix.is á meðfylgjandi link:

https://tix.is/is/buyingflow/tickets/9248/

Ef þú hefur spurningar eða vilt athuga með gjafabréf  endilega sendu okkur línu á
saetasvinid@saetasvinid.is eða hringdu í síma 555-2900.